Flaug á gaddavírsgirðingu

Alveg ótrúlegar fyrirsagnir stundum á þessum vefmiðlum. Fyrsta sem mér datt í hug var að lítil flugvél eða sviffluga hefði lent í óhappi. Nei, það var hjólreiðarmaður!! Mér datt í hug hvort unglingarnir, sem ættu að vera að slá eyjarnar meðfram Miklubrautinni, séu komnir í vinnu hjá MBL.


Ofurviðkvæmni?

Eftirfarandi texti finnst í einu vinsælasta Jólalagi heims:

Fairytale Of New York (The Pogues)
.............. 
You´re a bum you´re a punk
You´re an old slut on junk
Lying there almost dead on a drip in that bed
You scumbag you maggot
You cheap lousy faggot
Happy christmas your arse I pray god it´s our last.
.............
Ekki veit ég til þess að þetta lag hafi verið bannað nokkursstaðar.

mbl.is 25 ára gamalt lag bannað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins......

" It was about fu.... time!!!"

Þetta er maðurinn sem kemur til með að marka fyrstu sporin að langri velsæld Liverpool og vinna titla með því, því hjarta hans slær með liðinu. Síðasti Englandsmeistaratitill liðsins var undir hans stjórn ef ég man rétt og sá næsti verður það líka spái ég og þess verður EKKI langt að bíða. Dalglish..... velkominn heim vinur! :)


mbl.is Dalglish þykir koma til greina í stjórastarfið hjá Liverpool
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins,,,,,

Eg held að margir Poolararar séu búnir að bíða eftir því að Dalglish "komi heim". Þetta er maðurinn sem gerði okkur að meisturum síðast ef ég man rétt og þetta er maðurinn sem markar fyrstu sporin í átt að nýrri velsældartíð. Ekki veitir af:)

Klessti á ljósastaur...

Skelfing er leiðinlegt að sjá þegar fréttamenn orða fréttir eins og börn væru að skrifa þær. Börnum er þó fyrirgefið málfarið vegna kunnáttuleysis en manni finnst að það mætti gera meiri kröfur til fréttamannanna. "Ók, eða keyrði á ljósastaur á nokkurri ferð" er það sem ég myndi vilja sá í þessari grein í stað þess að "Klessa á...".
mbl.is Óhapp á Vesturlandsvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrítin þýðing

Samkvæmt enskum orðabókum þýðir "Faith" Trú eða Tryggð, en ekki Von. Héti hundurin "Hope" myndi ég skilja þessa þýðingu.
mbl.is Tvífættur hundur er mikill gleðigjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband